Heilsublogg

Tilgangur síðunnar er að rita ígrundanir mínar og nám um heilsu og menntun

9.29.2004

Heil og sæl

Þrátt fyrir óviðrið úti núna þá ætla ég ekkert að vera að skammast í þessari viku. Fékk nógu mikla útrás í þeirri síðustu.

Það helsta í vikunni er að á föstudaginn er ég að fara að kenna 6. bekk í MR um Catúllus og ljóðið hans Qui dono sem var samið til þess að tileinka ritsafni hans Cornelíusi Neposi. Ég er því búin að sitja sveitt hérna við háskólatölvuna og glósubækurnar við að rifja upp allt það sem ég hef lært um hann og allt það litla sem ég lærði um þetta ljóð á sínum tíma. Að auki samdi ég próf fyrir annan 4. bekkinn, sem sagt á öðru ári í menntaskóla, og fæ að sitja yfir nemendunum á föstudaginn í prófinu mínu. Já, skólinn hefur aldeilis byrjað á fullu.

Þökk sé kennaraverkfallinu þá fæ ég að hafa sex ára son minn heima á morgnana og nota hann sem tilraunadýr í öllum þeim stefnum og straumum sem kennaranemanum ber að tilraunast með og læra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home