Heilsublogg

Tilgangur síðunnar er að rita ígrundanir mínar og nám um heilsu og menntun

3.07.2006

Hver kannast ekki við snilldar The The

True Happiness This Way Lies

And have you ever wanted something so badly
That it possessed your body & your soul
Through the night & through the day
Until you finally get it!
And then you realise that it wasn't what you wanted after all.
And then those selfsame sickly little thoughts
Now go & attach themselves to something....
....or somebody....new!
And the whole goddamn thing starts all over again.
Well, I've been crushing the symptoms but I can't locate the cause.
Could God really be so cruel?
To give us feelings that could never be fulfilled. Baby!
I've got my sights set on you. I've got my sight set on you
And someday, someday, someday, you'll come my way.
But when you put your arms around me
I'll be looking over your shoulder for something new
'Cause I ain't ever found peace upon the breast of a girl
I ain't ever found peace with the religion of the world
I ain't ever found peace at the bottom of a glass
Sometimes it seems the more I ask for the less I receive
Sometimes it seems the more I ask for the less I receive
The only true freedom is freedom from the heart's desires
& the only true happiness....this way lies.

It takes two, baby

Nú er Tómas tangófélagi minn fluttur til Hollands aftur og ég orðin einstæðingur í tangólífi mínu.

It takes two to tango -er sagt

Við Kathrin erum saman á framhaldsnámskeiði að æfa okkur sem leiðarar.

Sem leiðari ber ég heitið MACHA en þá brýst karlmennskan mín Yangið mitt fram með offorsi. Ég blikka hverja þurfandi tangódömu á dansgólfið og sveifla henni í kringum mig eins og barni í kringum jólatré.

Já ef ég vil dansa áfram tangó þá er möchu hlutverkið leiðin því reykvísk menning fordæmir makaskipti á dansgólfinu og okkur dömunum sárvantar tangóherra.

Bara að þetta leiði ekki útí einhverja nýja kynhvöt hjá manni

2.09.2006

SALSA

Í tilefni af afmæli mínu er ykkur, lesendum góðum, boðið í dansveislu annað kvöld á Cafe Culture, í Alþjóðahúsinu beint á móti Þjóðleikhúsinu.

Kl 23-24 verður salsakennsla og í framhaldi af því dansað til klukkan 4 um morguninn, ekki eingöngu salsa heldur danstónlist valda af Dj Maríu ;c )

Hlakka til þess að sjá ykkur og dillast með ykkur

1.21.2006

Til hamingju með afmælið, Anna-San!

There I´ve said it.

Í gærkvöldi fórum við mamma, Finnbogi, Kristján, Kjartan, Kathrin, Siggi og Hanna frænka á frumsýningu myndarinnar:

Memories of a Geisha

Við pöntuðum miðana deginum áður til þess að næla okkur örugglega í sæti á frumsýninguna. Mamma skrapp síðan í Laugarásbíó klukkutíma fyrir sýninguna til þess að sækja miðana. Svo þustum við öll þangað kortéri fyrir til þess að ná góðum sætum. Ég rak mömmu og hina inn í hvelli svo þau næðu góðum sætum á meðan ég biði eftir Hönnu frænku. Fimm mínútum fyrir átta fer ég inn í A sal og viti menn. Nokkrar hræður þarna inni. Fólkið hafði víst meiri áhuga á Jarhead sem b.t.w. er alls ekkert sérstök mynd. Ég sá hana í Boston í Nóvember og meira að segja Kristjáni fannst hún langdregin og leiðinleg.

Memories of a Geisha er hreint út sagt frábær mynd. Ekki einu sinni Kjartani leiddist að horfa á hana.

Ég er að flýta mér á ball. En það er margt japanskt á seyði í kringum mig and I love it, hai.

Kær kveðja,

María

1.08.2006

The human mind is the last great, unexplored continent on earth

Everything that´s really worthwhile in life came to us free

-our minds
-our souls
-our bodies
-our hopes
-our dreams
-our ambitions
-our intelligence
-our love of family and children and friends and country

Earl Nightingale

Ég verð að komast

ég hef svo mikla útþrá að mig verkjar í skrokkinn.

Heil tvö og hálft ár eru liðin síðan mitt nánasta umhverfi var súlnagöng, 4 metra há íbúð, hjólatúrar dag sem nýta nótt, þröng stræti, áhyggjuleysi í hinni fögru, gráeitu miðaldaborg Bologna.

Ég vona allt það sem ég hef tekið mér fyrir hendur á nýju ári fái útrás minni fullnægt.

Mig langar að upplifa aðra tilvist um stund, annars staðar, sem er fallegur, framandi, með alla sína kosti og galla eins og alls staðar. Fyrir nýjan skilning, annað sjónarhorn, tilfinningu, skynjun og allt það sem mun koma án óvart.

Mig langar ...




til Japans

1.04.2006

Buon natale!

Ég vil óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs. Vonandi hafa hátíðarnar verið ánægjulegar.

Þær voru það hér á bæ. Við Kjartan höfum legið í Catan sæfaraspilinu nánast allan tímann. Hringt út um allar trissur til að lokka vini og vandamenn með okkur í þetta skemmtilega spil. Svo hafa önnur spil náttúrulega fylgt með.

Mig langar til að deila með ykkur stuttum hluta af ferðasögu John Barrow, Íslandsheimsókn, í þýðingu Haralds Sigurðarsonar (á ensku A visit to Iceland). En hún er frá NOTABENE árinu 1834:

Um heimilisfólkið hef ég enga hugmynd. Af því sáum við ekki annað en prestshjónin og einhvern einstakling af vafasömu kynferði, einhverja tvíkynja veru, sem ég hélt fyrst eftir búningnum að dæma að væri karlmaður en uppgötvaði síðan af sköpunarlagi efri hluta líkamans að þetta var kona. Að neðan var hún klædd í þykkar, ljósbrúnar vaðmálsbuxur, svo ljósar að nærri stappaði hörundslit og að sama skapi þröngar. Eins og hún var til fara, stór og samanrekin, líktist hún helst Hottintotta og ósjálfrátt kom fram á varir mínar:

"Monstrum horrendendum, informe ingens." (Hræðilegt skrímsli, ferlegi óskapnaður.)

En þetta var þó ekkert furðufyrirbrigði, aðeins kona í buxum, og við skulum gera ráð fyrir því að hún hafi orðið að flýta för sinni og láðst að fara í kjólinn eða pilsið. ... Að því búnu hröðuðum við brottför okkar frá þessu eymdargreni og hinum vesölu íbúum þess. (bls 103)

Þegar til Bessastaða kom var tekiðá móti okkur af manni sem ég held að sé kallaður skólaráðsmaður, og gætir skólans og sér stofnuninni fyrir vistum. ... Ráðsmaðurinn var hæverskurog ræðinn og fylgdi okkur um skólastofurnar og svefnherbergin. Allt var þar mjög fátæklegt og óhreint og virtist ekki hafa verið þvegið eða hreinsað síðustu árin.

Svefnherbergin voru áþekkust dýrasafni. Meðfram veggjum til beggja hliða voru timburrekkjur með heyi og hálmi og einhverju af óhreinum rúmfötum. Fyrir öllum rúmunum voru draghlerar er lokuðu þeim alveg. Ég fylltist undrun og viðbjóði þegar mér var sagt að hvert þessara bæla væri ætlað tveimur drengjum og þrír hefðu þeir verið til skamms tíma. Þetta skiptir ef til vill ekki miklu máli á Íslandi og eins býst ég við að sé í Noregi, en okkur fannst þetta villimannlegt. ...

Hvort fræðslukerfið á Bessastöðum er gott eða slæmt er mér ofvaxið að dæma um. Mér skildist þó frekar að það væri í minna áliti meðal landsmanna en heimakennslan. Í skóla þar sem fjörtíu nemendum er hrúgað saman væri hættara við að siðferði þeirra spilltist því að aðhald er í minna lagi og einn eða tveir pörupiltar geta spillt afganginum. Slíkar mótbárur eru eðlilegar á Íslandi. Eftir því sem ég komst næst, þá er bæði bænda- og klerkastéttin saklaust, einfalt og dygðugt fólk sem hefur vantrú á opinberum skólum, enda er óútkljáð hvaða fræðslufyrirkomulag er heppilegast. Eitt er þó víst. Ekki aðeins klerkastéttin heldur líka hluti bændastéttarinnar er vel að sér í klassískum fræðum, einkum latínu sem þeir rita liðugt.

En það eru ekki aðeins prestarnir sem leggja stund á klassísk mál og nýrri bókmenntir. Bændur lesa líka guðfræði og sögurit. Báðar stéttir eru venjulega vel heima í fornri goðafræði og sögulegum atburðum...

Ég hef það eftir eldri ferðamönnum, og staðfest af dönskum kaupmönnum búsettum á landinu, að ekki sé óalgengt að rekast á menn á engjum við slátt eða torfristu of veggjahleðslu á kotum sínum, byrgjum og fjósum eða hvers konar aðra erfiðisvinnu, sem rita latínu, ekki aðeins málfræðilega rétt heldur jafnvel með glæsibrag. (bls 112-117)

11.30.2005

Vísindi dagsins

Nánast öll spendýr hafa sjö hálsliði (vertebrae cervicales). Meðal annars eiga gíraffi, maður og mús það sameiginlegt að innihalda jafnmarga hálsliði.

Heimild:

Why do almost all mammals have seven cervical vertebrae?

11.28.2005

himneskt.is

Ég skora á ykkur að taka þátt í umræðunni á heimasíðu Sollu www.himneskt.is. Þar eru frábærar upplýsingar í gangi.
Ég gerði sjálf tilraun til að lýsa ánægju minni með neðangreindu bréfi til Sollu og lesenda (er á leiðinni í spjallið):

Kæra Solla,

mér vöknar um augun við að sjá alla þá óeigingjörnu vinnu og tíma sem þú gefur okkur samþegnum. Þessi (mjögsvo)virka spjallsíða, framlag þitt í Heilsuhringnum, námskeiðin þín, bækurnar þínar, maturinn þinn o.s.frv. eru ómetanlegar gjafir fyrir meðvitund okkar og þjóðarheill.

Þúsund þakkir, Solla.
---
Erfiðast finnst mér eftir áralanga sjálfsmenntun í alhliða heilsu að horfa uppá nána ættingja mína ofhlaða líkama sinn og barna sinna af daglegri neyslu skyndibitafæðis, sælgætis, gosi og annarra verksmiðjuframleiddra eiturvara.

Það er eins og þeir sem virðast njóta velmegunarmeðvirkninnar í þjóðfélaginu líti svo á að við, sem viljum vanda fæðuvalið, vera meðvituð og berum fulla ábyrgð á því, séum sérvitringar með bókstafstrúaráhuga á matarræði.

Ég á marga, nána og aðra, sem skella skollaeyrum við heilsutal, horfa háðslega til mín og spyrja jafnvel af hverju hitt og þetta (e.o. gos) sé þá ekki bannað af ríkinu fyrst það er svona óhollt.

Síðan þegar þeir eða börnin þeirra verða fyrir heilsutapi þá virðist engin orsök hafa verið fyrir því "það gerðist bara" og töfralausnin eru ævilöng pilluáskrift og jafnvel uppskurður.

Þetta er sorgleg staðreynd og flókið mál. Þó ég held að meginorsökin sé þjóðfélagslegt viðhorf og breytni. Stofnanir eins og Samtök iðnaðarins virðast ekki hafa langtíma og alhliða heill almennings fyrir brjósti sér. Samtök iðnaðarins hafa t.d. haldið því fram að hvítt hveiti sé ekki óhollt enda bera þau hagsmuni samtaka eins og bakara fyrir brjósti sér. Eins á við um sykraðar mjólkurafurðirnar. Grunnskólabörn læra að elda og baka í grunnskólum landsins með hvítan sykur, hvítt hveiti ásamt vörum með alls kyns ónáttúrulegum efnum í svo sem matarlitum. Þau borða líka þannig mat í skólunum í hádeginu.

EN þetta getur allt breyst. Við þjóðfélagsþegnarnir getum haft ótrúleg áhrif á ríki og sveitarfélög með eftirspurn á heilsusamlegra líferni og hugsunarhætti.

Þess vegna gefst ég ekki upp á því að ota bæklingum, bókum, námskeiðum, síðum, mat og pælingum að mínum nánustu.
---
Og þess vegna ert þú, Solla, mjög dýrmætur hluti af þjóðfélaginu.

Með þakklætiskveðju,

María

11.22.2005

Með hvaða leiðum fara kemisk efni inn i likamann og hver er hættan?

Heimilis- og snyrtivörur sem innihalda kemísk efni geta komist á eftirfarandi hátt inn í líkamann:

- Í gegnum skinnið (þ.á.m. höfuðkúpuna)

- inn um munninn

- inn um nefið

- um augun

Kemísk efni geta komist í æðakerfið og innri líffæri, þ.á.m. lungu og heila.

Hjá ófrískum konum geta kemísk efni komist í legkökuna og haft áhrif á fósturþroskann. Hjá mjólkandi mæðrum geta kemísk efni komist í móðurmjólkina.

Kemísk lyktarefni eins og þrifefni (skúringarsápa, baðherbergis-, eldhús og alhliðahreinsiefni), heimilisúðar og salernissteinn er stysta leið fyrir eiturefnin að komast inn í heilann.

Eituráhrifin geta komið fram á einn eða fleiri af eftirfarandi háttum:

Höfuðverkur
Flökurleiki
svimi
hegðunareinkenni
pirringur
þreyta
kvef-einkenni
andlegir erfiðleikar
þunglyndi
minnistap

Rokgjarnar (eldfimar) lífrænar efnablöndur (Volatile organic compound) geta auðveldlega komist í blóðstreymið og heilann í gegnum innöndun og snertingu við skinnið. Þær hættulegustu hafa sterka lykt og finnast í vörum eins og naglalakki, naglalakkaeyði, lími, merkimiðum, olíulitum, leysiefnum, ilmvötnum og kertum sem gefa lykt, svo eitthvað sé nefnt. Þær geta einnig komið frá nýjum húsgögnum úr plasti, viði og samsettum efnum, teppum, byggingarefnum og harðplasti e.o tölvum, símum og sjónvarpi.

Úrdráttur úr bókinni:

Safer for your baby. A guide to living better with fewer chemicals. Eftir Lynn Tondat Ruggeri, Ph. D. og Laura Costa, Ph.D. 2005. Nánari upplýsingar á:

saferforyourbaby.com

Lynn er prófessor í University of Massachusetts, sérhæfð í physiological psychology með áherslu á heilastarfssemi og hegðun. Hún hefur einnig menntað sig í næringarfræði, heilsu og umhverfismengun, ADHD, vímuefni og ónæmiskerfið (immune system enhancement). Hún hefur gefið út bækur um margvísleg málefni, þ.á.m. krónísk sjúkdómseinkenni hjá börnum með ADHD.

Laura er sálfræðingur sérhæfð í umhverfisvísindum, lifnaðarháttum (sustainable living) og kvennafræðum.

Hlekkir að heilsusamlegri hreinsivörum:

Dr. Bronner´s

Earthly Friendly Cleaners


EnviroSafe Inc: Super C Pro (TM) non-toxic enzyme cleaner

Seventh Generation

Hlekkir að heilsusamlegri snyrtivörum:

Aubrey Organics

Badger

Beeswork

Dr. Bronner´s

Herbs for Kids

Weleda

NB Hér er ekki áróður í gangi til þess að yfirgefa nútímann og fara aftur í steinöld heldur einungis tilraun til að breiða út varkárni einstaklingsins (og helst þjóðar), frekari meðvitund um skaðsemi kemískra efna og hafa áhrif á að hann velji og hafni vörum af vandvirkni með heill eigin líkama og sál og sinna nánustu að leiðarljósi.

Hér kemur ÖNNUR áhugaverð síða um eiturefni í snyrtivörum. Ekki láta hana framhjá ykkur fara.

Lifið heil