Heilsublogg

Tilgangur síðunnar er að rita ígrundanir mínar og nám um heilsu og menntun

11.22.2005

Með hvaða leiðum fara kemisk efni inn i likamann og hver er hættan?

Heimilis- og snyrtivörur sem innihalda kemísk efni geta komist á eftirfarandi hátt inn í líkamann:

- Í gegnum skinnið (þ.á.m. höfuðkúpuna)

- inn um munninn

- inn um nefið

- um augun

Kemísk efni geta komist í æðakerfið og innri líffæri, þ.á.m. lungu og heila.

Hjá ófrískum konum geta kemísk efni komist í legkökuna og haft áhrif á fósturþroskann. Hjá mjólkandi mæðrum geta kemísk efni komist í móðurmjólkina.

Kemísk lyktarefni eins og þrifefni (skúringarsápa, baðherbergis-, eldhús og alhliðahreinsiefni), heimilisúðar og salernissteinn er stysta leið fyrir eiturefnin að komast inn í heilann.

Eituráhrifin geta komið fram á einn eða fleiri af eftirfarandi háttum:

Höfuðverkur
Flökurleiki
svimi
hegðunareinkenni
pirringur
þreyta
kvef-einkenni
andlegir erfiðleikar
þunglyndi
minnistap

Rokgjarnar (eldfimar) lífrænar efnablöndur (Volatile organic compound) geta auðveldlega komist í blóðstreymið og heilann í gegnum innöndun og snertingu við skinnið. Þær hættulegustu hafa sterka lykt og finnast í vörum eins og naglalakki, naglalakkaeyði, lími, merkimiðum, olíulitum, leysiefnum, ilmvötnum og kertum sem gefa lykt, svo eitthvað sé nefnt. Þær geta einnig komið frá nýjum húsgögnum úr plasti, viði og samsettum efnum, teppum, byggingarefnum og harðplasti e.o tölvum, símum og sjónvarpi.

Úrdráttur úr bókinni:

Safer for your baby. A guide to living better with fewer chemicals. Eftir Lynn Tondat Ruggeri, Ph. D. og Laura Costa, Ph.D. 2005. Nánari upplýsingar á:

saferforyourbaby.com

Lynn er prófessor í University of Massachusetts, sérhæfð í physiological psychology með áherslu á heilastarfssemi og hegðun. Hún hefur einnig menntað sig í næringarfræði, heilsu og umhverfismengun, ADHD, vímuefni og ónæmiskerfið (immune system enhancement). Hún hefur gefið út bækur um margvísleg málefni, þ.á.m. krónísk sjúkdómseinkenni hjá börnum með ADHD.

Laura er sálfræðingur sérhæfð í umhverfisvísindum, lifnaðarháttum (sustainable living) og kvennafræðum.

Hlekkir að heilsusamlegri hreinsivörum:

Dr. Bronner´s

Earthly Friendly Cleaners


EnviroSafe Inc: Super C Pro (TM) non-toxic enzyme cleaner

Seventh Generation

Hlekkir að heilsusamlegri snyrtivörum:

Aubrey Organics

Badger

Beeswork

Dr. Bronner´s

Herbs for Kids

Weleda

NB Hér er ekki áróður í gangi til þess að yfirgefa nútímann og fara aftur í steinöld heldur einungis tilraun til að breiða út varkárni einstaklingsins (og helst þjóðar), frekari meðvitund um skaðsemi kemískra efna og hafa áhrif á að hann velji og hafni vörum af vandvirkni með heill eigin líkama og sál og sinna nánustu að leiðarljósi.

Hér kemur ÖNNUR áhugaverð síða um eiturefni í snyrtivörum. Ekki láta hana framhjá ykkur fara.

Lifið heil

1 Comments:

  • At 12:00 e.h., Blogger Anna said…

    Ich liebe dich auch
    sjáumst eftir nokkrar vikur

     

Skrifa ummæli

<< Home