manni hefnist fyrir grobbið...
Mánudagskvöldið annan í páskum gat ég ekki setið á mér í fjölskylduboði en montað mig af því að hafa ekki orðið veik í allan vetur á meðan ljótar pestir geisuðu um borgina.
Í þeim töluðum orðum þá held ég að heilbrigðisvættirnar hafi horfið mér því á aðfaranótt miðvikudags var mér farið að líða verulega illa og miðvikudagsmorgun var ég með svo mikla hálsbólgu ég gat ekki mælt mál og hver kyngja skar í hálsinn.
Í dag er sunnudagur og ég er enn veik og slöpp. Sólin skín og býður mér glettnislega út í leik. Ha, ha, ha
En ég tek það svo sem ekki nærri mér. Maður harkar þetta af sér.
Í þeim töluðum orðum þá held ég að heilbrigðisvættirnar hafi horfið mér því á aðfaranótt miðvikudags var mér farið að líða verulega illa og miðvikudagsmorgun var ég með svo mikla hálsbólgu ég gat ekki mælt mál og hver kyngja skar í hálsinn.
Í dag er sunnudagur og ég er enn veik og slöpp. Sólin skín og býður mér glettnislega út í leik. Ha, ha, ha
En ég tek það svo sem ekki nærri mér. Maður harkar þetta af sér.
1 Comments:
At 10:39 f.h.,
Nafnlaus said…
Sael ástin mín eina...illt er ad heyra...en thetta kvef er ábyggilega mér ad kenna. Spurdu Tóta sem enn er ad ná úr sér ókennilegum H-lenskum bakteríum.
Láttu thér batna!
H--lenskar kvedjur, koss og knús
Anna
Skrifa ummæli
<< Home