Heilsublogg

Tilgangur síðunnar er að rita ígrundanir mínar og nám um heilsu og menntun

11.15.2004

Starfsáætlun fræðsluráðs

fyrir grunnskóla

Ég fór á fund foreldraráða hjá fræðslumiðstöðinni. Gerður tók fram í upphafi að kennaradeilan væri ekki til umræðu.

Það sem kom mér mest á óvart þegar ég las ritið var að aðeins um 48% nemenda í 10 á vorönn 2004 náðu samræmdu prófi í íslensku, 53%´náðu stærðfræði.

Er ekki alltaf verið að tala um hve hámenntuð þjóð við erum?

Á fundinum kom í ljós að tónlistaskólar hafa fengið æ lægri styrki frá hinu opinbera en tónskólarnir þéttsetnir vegna þess hve ungir nemendur eru teknir inn einnig sbr. suzukideild hjá Tónskóla Sigursveins. Ég spurði hvort ekki væri hægt að hafa forkennsluna í grunnskólum því að nú eru þar einungir skólahljómsveitir og þurfa börnin að hafa náð níu ára aldri til þess. Almennt er talið að börn séu mun fyrr reiðubúin að læra á hljóðfæri. Gerður sagði að hún hefði oft stungið uppá þessu en tónskólarnir segja að það sé eðlilegra að börn læri tónlist í tónlistarumhverfi.

Fyrir mína parta þá er eiginlega allt umhverfið okkar tónlistarumhverfi. Flestir spila tónlist heima. Við heyrum hana í útvarpi, sjónvarpi og síðan er sungið ikið í skólum og jafnvel á heimilum, a.m.k. sönglað.
-Foreldrar eiga oft erfitt með að keyra útum allar trissur með börnin sín.
-börn þekkja skólaumhverfið og eru vernduð þar og líður því vel.
-þannig fá fleiri börn tækifæri til þess að læra ung á hljóðfæri.

Vel ber að merkja að Landakotsskóli hefur fengið suzukikennara til sín í skólann á annað ár til þess að kenna allt frá fimm ára börnum á fiðlu og píanó. Það hefur gengið afar vel og nýtti nánast helmingur fimm ára bekkjarins þessa þjónustu.

2 Comments:

  • At 11:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sael og blessud, hér faerdu fréttir útr innsta hring.
    Thessi umraeda hefur verid í gangi hjá tónlistarskólunum. Einnig voru gerdar tilraunir med ad faera forskóla inn í grunnskólana. Medal annars tók Tónskóli Sigursveins ad sér forskólakennslu hjá nemendum í Fellaskóla og Breidholtsskóla. Afraksturinn var ekki nógu gódur. Margir nemendur maettu seint og illa í tíma, aefdu sig ekki og samstarf vid foreldra var erfidleikum bundid. Námid var ókeypis og öllum opid og margir skrádu sig í tímana adeins til ad prófa. Börnin voru ad haetta og koma aftur á víxl sem trufladi kennslu og gerdi theim börnum erfitt fyrir sem thrátt fyrir allt höfdu áhuga.
    Önnur ástaeda thess hvers vegna tónlistarskolarnir vilja ekki faera almenna kennslu inn í grunnskólana er reynsla nágrannalandanna sem thad hafa gert. Thar er nemendum mikid kennt í hópum en their fá enga einkatíma. Thad getur valdid miklum erfidleikum med erfid hljódfaeri auk thess sem börnum fer grídarlega mismunandi fram á thessu svidi. Persónulega myndi ég aldrei leggja í ad vígja tuttugu nemendur í einu inn í leyndardóma fidluleiks án thess ad fá taekifaeri til ad vinna med hverjum og einum! Reynslan sýndi nefnilega ad gaedi kennslunnar minnkudu og börnunum fór seinna fram en ella. Thad jákvaeda vid thetta skipulag er sannarlega ad fleiri börn fá ad reyna hljodfaeraleik. Hitt er svo annad mál ad thau börn sem eiga foreldra sem geta borgad einkatíma nýta sér ekki thessa thjónustu. Mér finnst persónulega óréttlátara ad setja alla blönku krakkana saman í hóptíma thar sem thau laera ekki helminginn af thví sem adrir hafa taekifaeri til ad laera en ad hafa sérhaefda tónlistarskóla styrkta af ríki og sveitarfélögum thar sem öll börn sem hafa áhuga geta laert tónlist fyrir skikkanlegt gjald, af vel menntudum kennurum og vid kjöradstaedur.

     
  • At 11:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Knús og koss, thín Anna

     

Skrifa ummæli

<< Home