Heilsublogg

Tilgangur síðunnar er að rita ígrundanir mínar og nám um heilsu og menntun

11.07.2004

Um prófarkalestur

Í aðstoðarkennslunni hef ég verið að búa til latínupróf, sitja yfir í prófum og fara síðan yfir þau. Það er hreint ekki svo leiðinlegt að gera enda eru sumar þýðingarnar úr hófi fyndnar.

Hér koma nokkur dæmi:

Setningin Multi sunt in pace leones, in proelio cervi þýðir margir eru ljón á friðartímum en hirtir í orustu.

Hér koma nokkrar skemmtilegar útgáfur nemenda:
Það eru mörg ljón í dalnum í leit að fæðu.
Margir eru duglegir í fríi en ekki í ófriði.
Margir eru i friði samstarfsmenn, í stríði óvini

Ég get heldur ekki stillt mig um að bæta við annarri útgáfu. Setningin á latínu hljóðar svo:
Nemo potest duobus dominis servire
Rétt þýðing: Enginn getur þjónað tveimur herrum

Skemmtilega útgáfan: Nemo hefur undir stjórn 20 vinnumenn.

1 Comments:

  • At 11:54 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hae María mín!
    Ég les bloggid thitt reglulega og thykir gaman ad. Thú ert greinilega ad taka grislingana í bakaríid. Eins og their eiga skilid, bölvadir ;)
    Allt gott ad frétta af mér, hringi brádum í thig eitthvert kvöldid til ad spjalla.
    Hafdu thad gott!
    Risaknús, thín Anna

     

Skrifa ummæli

<< Home