Heilsublogg

Tilgangur síðunnar er að rita ígrundanir mínar og nám um heilsu og menntun

3.27.2005

Gleðilega paska!

Kæru lesendur,

Ég vil óska ykkur gleðilegra páska í dag og þakkir fyrir þolinmæðina!

En eins og sést þá hef ég ekkert bloggað síðan fyrir jól. Ég skammast mín mjög mikið fyrir það og kem til með að bæta það upp. Ég hélt ég hefði haft yfir drifið nóg að gera fyrir áramót en haustönnin jafnast ekkert á við vorönnina. Það vofa yfr manni 2-3-4 verkefni í einu ásamt heimalestri.

Kærastinn fór í jeppaferð yfir páskahátíðarnar. Það stóð til að ég færi með en varð að einangra mig til þess að vinna í þremur verkefnum, tveimur hópverkefnum og einu einstaklingsverkefni. Það þýðir nú víst lítið að barma sér. Ég veit að samnemendur mínir eru með nákvæmlega jafn margt á sinni könnu og sumir jafnvel meira en það. Og hvað með kennarana sem þurfa að lesa yfir þessi endemis ósköp af verkefnum. Gátu þeir tekið sér frí og slappað af um páskana?

Annars hef ég haft það mjög gott. Get ekki kvartað Verkefnin eru öll mjög lærdómsrík og fá mann til þess að pæla betur í lesefninu. Ég er líka búin að klippa út a.m.k. 50 greinar úr dagblöðunum um kennslutengt efni síðan um áramótin. Það hefur verið góð skimunaræfing að leita þessara greina. Ég hef þurft að meðaltali að klippa grein út daglega. Amma lætur mig reglulega fá poka fulla af moggum til að leita frétta.

Nú er kaffipásan búin. Best að fara að vinna aftur.

Ekki borða yfir ykkur af súkkulaði!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home