Heilsublogg

Tilgangur síðunnar er að rita ígrundanir mínar og nám um heilsu og menntun

11.26.2004

Um umhverfis- og heilbrigðismál í HÍ

Í Háskólatíðindum:

Í Odda sást sköllóttur skúringakarl skúra borðin á göngunum með steingrárri og skítugri gólftusku. Eftir að hafa skúrað hálft gólfið á einni hæðinni tók hann sig til og vippaði skúringakústinum með góftuskunni upp og strauk yfir öll borðin með henni.

Eins og kunnugt er þá eru gjarnan matur á þessum borðum, tölvur og pappírar að maður tali nú ekki umm alla þá fingur sem snerta borðplöturnar.

Kvartanir hafa borist frá nemendum skólans vegna ýmissa kvilla e.o. veikinda, orma sem hafa grafið inn í húðina og svo varta.

Hafa skal gát á þessu og eru sem flestir hvattir til þess að kvarta undan þessum sóða og fylgjast með hvort svona er gert víðar í byggingum Háskólans.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home