Heilsublogg

Tilgangur síðunnar er að rita ígrundanir mínar og nám um heilsu og menntun

8.22.2005

í minningu náins vinar

Kæri Szymon minn,

Þú heimsóttir mig þriðju nóttina.
Skælbrosandi eins og þú átt að þér.
Augun þín lýstu af hamingju og ást.
Sorgin og doðinn hurfu mér
og ég sagði við þig undrandi, glöð:
Szymon, þau sögðu að þú værir dáinn.

María, sagðir þú, það er ekki rétt.
Ég er á leið til Póllands og
er kominn til að kveðja þig.
Þú kysstir mig og faðmaðir
mig innilega eins og þú átt að þér
með fiðlutöskuna í annarri hendi
uppábúinn í frakkanum þínum
með alpahúfuna á höfðinu.

Takk fyrir að vera til,
heyrðist hvíslað í eyra mér.