Heilsublogg

Tilgangur síðunnar er að rita ígrundanir mínar og nám um heilsu og menntun

10.30.2004

Fyrstu kennsluviku lokid

Eg verd ad vidurkenna ad eftir fyrsta daginn minn i aefingakennslunni var eg a heljar bommer. Thad var ymislegt sem eg hafdi ekki paelt i fyrir kennslutimann og var ad thvi leyti illa undirbuin. Daginn eftir tok eg mig a og undirbjo timann allt odruvisi og midadi vid mistokin sem mer vard a fyrst. Naesta kennsludag gekk glimmrandi vel hja mer og daginn eftir thad, svo nu er eg i skyjunum og akvedin i ad halda afram a thessari braut. Eg hef lika huggad mig vid thad ad sumt hafdi gert thad ad verkum ad eg var meira utan vid mig en ella og stressud. Daginn fyrir fyrsta kennsludaginn, th.e. sidastlidinn sunnudag, sneri eg a mer haegri okklann a fotboltaaefingu og var eg nokkud kvalin a manudeginum og studdist vid staf.

En nu er eg i essinu minu thvi alagid minnkar jafnodum og verkefnum faekkar i kennslufraedinni.

10.22.2004

Hámarki blogg nördans náð

ÞAÐ ER FÖSTUDAGSKVÖLD, fínasta veður úti, Airwaives í fullu fjöri níðrí bæ og ég sit uppí Grafarvogi af öllum stöðum, úrvinda af þreytu eftir annasama viku, fyrir framan skjáinn og skanna síður og les annarra manna blogg og spila internet backammon. Get a life! Meira að segja IntBackammon er viss um að líf notenda þess sé dapurt og er því komið með massíva date auglýsingaherferð.

Held því miður að ég ráði ekki við að skreppa niður í bæ, samt aldrei að vita svona um miðnættið. Þá lifnar oftast við minni alveg óháð því hve lítið hún hefur sofið í vikunni og unnið mikið.

Sem betur fer þá er hægt að tvinna saman fögin í kennslufræðinni. Annars væri ekki hægt að vera að skila 2-3 verkefnum í sömu vikunni og gera kennsluáætlun fyrir þá næstu.

Góða helgi, góðir hálsar, og fyrir þá sem ætla á Airwaves góða skemmtun CUthere

Bloggnördið

10.16.2004

Hvað segir Stefán Jón Hafstein um kennaradeiluna

Gleðilega vinnuhelgi

Ég er komin með mikinn höfuðverk af þessu kennaraverkfalli. Hver ber ábyrgðina á því. Hver bendir á annan. Amma segir að þessir djö........ forsprakkar í kennarastéttinni séu kommar sem leggja allt í sölurnar á kostnað þjóðfélagsins til að öðlast allt fyrir ekki eitt og að þetta kennaraverkföll hefði ekki komið til nema eftir að R-listinn tók við völdum í borginni. Svo segja aðrir að verið sé að þreyta kennara með aðgerðarleysi uns þeir sætta sig við nánast hvað sem er og fara að vinna aftur.

Ég var að lesa viðtal Skapta Hallgrímssonar við Gerði Óskarsdóttur fræðslufulltrúa Reykjavíkurborgar um kjarasamning kennara og menntamálin.

Hún skiptir sögu grunnskólans sem stofnunar hér á Íslandi í þrjú tímabil:
  1. Gamla tímann, u.þ.b. 1900-2000. Þar viðhélst hin svokallaða stífa umgjörð menntunar, þ.e. með árgöngum, bekkjum, námi í námsgreinar og deginum í kennslustundir. Kallar það afurð iðnaðarsamfélagsins.
  2. Mótunartímabilið. Núið, sem er e.k. millibilsástand og því áhyggjuefni margra enda margar stefnur í gangi. Spurning hver verður ofaná... (frh. í 3. tímabili)
  3. Nýja skólann. Einstaklingsmiðað nám þar sem nemendur vinna sjálfstætt sín verkefni eða í hópum og kennarar vinna saman þverfaglenga og verði aðeins til að leiðbeina nemendum í einstaklings náminu.

Segir hún kjarasamninga enn tilheyra hinu gamla tímabili. Vill hún sjá kennara semja innan BHM, fyrst og fermst um kaup og kjör, vinnutími markast milli 8 og 16 með sveigjanleika í upphafi og lok vinnutímans. Símenntunin ætti að ná að markast innan vinnutímans.

Já, það má segja að margt þarf að breytast til þess að endar nái saman og þar sem þetta einstaklingsmiðaða nám er farið að stíga sín fyrstu skref hérlendis þá er mikil ólga og sveifla innan grunnskólakennslu milli hins gamla og hins nýja.

Fyrir mitt leyti þá eiga börn að byrja 5 ára í skóla. Það er þroskandi fyrir þau að vera og vinna í kringum eldri börn en letjandi fyrir þau að moka sand í kringum óvita allt niður í tveggja ára.

Þá nættu nemendur taka samræmdu prófin ári fyrr og ljúka við menntaskólann á þrem árum, og hefja háskólanám samtímis jafnöldrum sínum í útlöndum.

GAngi ykkur vel að vinna um helgina og vonum að kennaradeilan þreytta leysist og nemendur fái rétt sinn aftur til menntunar.

10.09.2004

Goða helgi goot folk!

Eg ætla ekki að skrifa mikið enda leiðist mer tölvur sem gefa mer ekki kommurnar yfir islensku serhljoðana.

Þessi vika hefur verið serlega annasom og froðleg. T.a.m. for eg a namskeið hja SAMFOK siðastliðinn fimmtudag. Það var serstaklega fyrir foreldrafelagsmenn. Þar sem eg er formaður ffelags Grandaskola og hafði haft miklar vangaveltur um hlutverk mitt sem slikur i vetur þa reyndist namskeið mer afar vel. Bergora framkvæmdastjori SAMFOKs bryndi fyrir okkur að hlutverk okkar i stjorninni væri verkstjorn til bekkjarfulltruanna og að halda utan um foreldrafelagið. Sja um að það se uppbyggileg starfsemi i gangi.