Heilsublogg

Tilgangur síðunnar er að rita ígrundanir mínar og nám um heilsu og menntun

11.30.2004

Grazie Clement...

per il tuo messaggio. Qui c´è obligato scrivere qualcosa dello studio e quindi devo farlo in islandese pero se ti ricordi il mio altro sito di blog promesso di scrivere qualcosa in italiano soppratutto per te et altri amici straneri lì. Non mi piace fare pubblicà quel altro sito qui ma telo scrivo. (Attenzione! Non scrivo bene italiano pero)

Buon compleanno domani, pero, et tanti auguri!

Stai bene e buona festa domani, caro amico

Sai che sto lavorando di tornare in Italia dopo natale per una o due settimane per stare di nuovo con Silvia.

(dammi il tuo indirizzo a Madrid. Così ti mando una cartolina di natale)

Baci, María

(e.s. skildi þetta einhver? Ég fékk sem sagt áskorun um að skrifa líka á ítölsku.)

11.26.2004

Um umhverfis- og heilbrigðismál í HÍ

Í Háskólatíðindum:

Í Odda sást sköllóttur skúringakarl skúra borðin á göngunum með steingrárri og skítugri gólftusku. Eftir að hafa skúrað hálft gólfið á einni hæðinni tók hann sig til og vippaði skúringakústinum með góftuskunni upp og strauk yfir öll borðin með henni.

Eins og kunnugt er þá eru gjarnan matur á þessum borðum, tölvur og pappírar að maður tali nú ekki umm alla þá fingur sem snerta borðplöturnar.

Kvartanir hafa borist frá nemendum skólans vegna ýmissa kvilla e.o. veikinda, orma sem hafa grafið inn í húðina og svo varta.

Hafa skal gát á þessu og eru sem flestir hvattir til þess að kvarta undan þessum sóða og fylgjast með hvort svona er gert víðar í byggingum Háskólans.

11.15.2004

Starfsáætlun fræðsluráðs

fyrir grunnskóla

Ég fór á fund foreldraráða hjá fræðslumiðstöðinni. Gerður tók fram í upphafi að kennaradeilan væri ekki til umræðu.

Það sem kom mér mest á óvart þegar ég las ritið var að aðeins um 48% nemenda í 10 á vorönn 2004 náðu samræmdu prófi í íslensku, 53%´náðu stærðfræði.

Er ekki alltaf verið að tala um hve hámenntuð þjóð við erum?

Á fundinum kom í ljós að tónlistaskólar hafa fengið æ lægri styrki frá hinu opinbera en tónskólarnir þéttsetnir vegna þess hve ungir nemendur eru teknir inn einnig sbr. suzukideild hjá Tónskóla Sigursveins. Ég spurði hvort ekki væri hægt að hafa forkennsluna í grunnskólum því að nú eru þar einungir skólahljómsveitir og þurfa börnin að hafa náð níu ára aldri til þess. Almennt er talið að börn séu mun fyrr reiðubúin að læra á hljóðfæri. Gerður sagði að hún hefði oft stungið uppá þessu en tónskólarnir segja að það sé eðlilegra að börn læri tónlist í tónlistarumhverfi.

Fyrir mína parta þá er eiginlega allt umhverfið okkar tónlistarumhverfi. Flestir spila tónlist heima. Við heyrum hana í útvarpi, sjónvarpi og síðan er sungið ikið í skólum og jafnvel á heimilum, a.m.k. sönglað.
-Foreldrar eiga oft erfitt með að keyra útum allar trissur með börnin sín.
-börn þekkja skólaumhverfið og eru vernduð þar og líður því vel.
-þannig fá fleiri börn tækifæri til þess að læra ung á hljóðfæri.

Vel ber að merkja að Landakotsskóli hefur fengið suzukikennara til sín í skólann á annað ár til þess að kenna allt frá fimm ára börnum á fiðlu og píanó. Það hefur gengið afar vel og nýtti nánast helmingur fimm ára bekkjarins þessa þjónustu.

11.07.2004

Um prófarkalestur

Í aðstoðarkennslunni hef ég verið að búa til latínupróf, sitja yfir í prófum og fara síðan yfir þau. Það er hreint ekki svo leiðinlegt að gera enda eru sumar þýðingarnar úr hófi fyndnar.

Hér koma nokkur dæmi:

Setningin Multi sunt in pace leones, in proelio cervi þýðir margir eru ljón á friðartímum en hirtir í orustu.

Hér koma nokkrar skemmtilegar útgáfur nemenda:
Það eru mörg ljón í dalnum í leit að fæðu.
Margir eru duglegir í fríi en ekki í ófriði.
Margir eru i friði samstarfsmenn, í stríði óvini

Ég get heldur ekki stillt mig um að bæta við annarri útgáfu. Setningin á latínu hljóðar svo:
Nemo potest duobus dominis servire
Rétt þýðing: Enginn getur þjónað tveimur herrum

Skemmtilega útgáfan: Nemo hefur undir stjórn 20 vinnumenn.