Heilsublogg

Tilgangur síðunnar er að rita ígrundanir mínar og nám um heilsu og menntun

3.07.2006

It takes two, baby

Nú er Tómas tangófélagi minn fluttur til Hollands aftur og ég orðin einstæðingur í tangólífi mínu.

It takes two to tango -er sagt

Við Kathrin erum saman á framhaldsnámskeiði að æfa okkur sem leiðarar.

Sem leiðari ber ég heitið MACHA en þá brýst karlmennskan mín Yangið mitt fram með offorsi. Ég blikka hverja þurfandi tangódömu á dansgólfið og sveifla henni í kringum mig eins og barni í kringum jólatré.

Já ef ég vil dansa áfram tangó þá er möchu hlutverkið leiðin því reykvísk menning fordæmir makaskipti á dansgólfinu og okkur dömunum sárvantar tangóherra.

Bara að þetta leiði ekki útí einhverja nýja kynhvöt hjá manni

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home