Heilsublogg

Tilgangur síðunnar er að rita ígrundanir mínar og nám um heilsu og menntun

4.14.2005

Spakmæli dagsins

Lífið er ekki skáldsaga, sem við fáum að gjöf, heldur saga sem við semjum sjálf
(Novalis)

4.03.2005

manni hefnist fyrir grobbið...

Mánudagskvöldið annan í páskum gat ég ekki setið á mér í fjölskylduboði en montað mig af því að hafa ekki orðið veik í allan vetur á meðan ljótar pestir geisuðu um borgina.

Í þeim töluðum orðum þá held ég að heilbrigðisvættirnar hafi horfið mér því á aðfaranótt miðvikudags var mér farið að líða verulega illa og miðvikudagsmorgun var ég með svo mikla hálsbólgu ég gat ekki mælt mál og hver kyngja skar í hálsinn.

Í dag er sunnudagur og ég er enn veik og slöpp. Sólin skín og býður mér glettnislega út í leik. Ha, ha, ha

En ég tek það svo sem ekki nærri mér. Maður harkar þetta af sér.