Heilsublogg

Tilgangur síðunnar er að rita ígrundanir mínar og nám um heilsu og menntun

11.30.2005

Vísindi dagsins

Nánast öll spendýr hafa sjö hálsliði (vertebrae cervicales). Meðal annars eiga gíraffi, maður og mús það sameiginlegt að innihalda jafnmarga hálsliði.

Heimild:

Why do almost all mammals have seven cervical vertebrae?

11.28.2005

himneskt.is

Ég skora á ykkur að taka þátt í umræðunni á heimasíðu Sollu www.himneskt.is. Þar eru frábærar upplýsingar í gangi.
Ég gerði sjálf tilraun til að lýsa ánægju minni með neðangreindu bréfi til Sollu og lesenda (er á leiðinni í spjallið):

Kæra Solla,

mér vöknar um augun við að sjá alla þá óeigingjörnu vinnu og tíma sem þú gefur okkur samþegnum. Þessi (mjögsvo)virka spjallsíða, framlag þitt í Heilsuhringnum, námskeiðin þín, bækurnar þínar, maturinn þinn o.s.frv. eru ómetanlegar gjafir fyrir meðvitund okkar og þjóðarheill.

Þúsund þakkir, Solla.
---
Erfiðast finnst mér eftir áralanga sjálfsmenntun í alhliða heilsu að horfa uppá nána ættingja mína ofhlaða líkama sinn og barna sinna af daglegri neyslu skyndibitafæðis, sælgætis, gosi og annarra verksmiðjuframleiddra eiturvara.

Það er eins og þeir sem virðast njóta velmegunarmeðvirkninnar í þjóðfélaginu líti svo á að við, sem viljum vanda fæðuvalið, vera meðvituð og berum fulla ábyrgð á því, séum sérvitringar með bókstafstrúaráhuga á matarræði.

Ég á marga, nána og aðra, sem skella skollaeyrum við heilsutal, horfa háðslega til mín og spyrja jafnvel af hverju hitt og þetta (e.o. gos) sé þá ekki bannað af ríkinu fyrst það er svona óhollt.

Síðan þegar þeir eða börnin þeirra verða fyrir heilsutapi þá virðist engin orsök hafa verið fyrir því "það gerðist bara" og töfralausnin eru ævilöng pilluáskrift og jafnvel uppskurður.

Þetta er sorgleg staðreynd og flókið mál. Þó ég held að meginorsökin sé þjóðfélagslegt viðhorf og breytni. Stofnanir eins og Samtök iðnaðarins virðast ekki hafa langtíma og alhliða heill almennings fyrir brjósti sér. Samtök iðnaðarins hafa t.d. haldið því fram að hvítt hveiti sé ekki óhollt enda bera þau hagsmuni samtaka eins og bakara fyrir brjósti sér. Eins á við um sykraðar mjólkurafurðirnar. Grunnskólabörn læra að elda og baka í grunnskólum landsins með hvítan sykur, hvítt hveiti ásamt vörum með alls kyns ónáttúrulegum efnum í svo sem matarlitum. Þau borða líka þannig mat í skólunum í hádeginu.

EN þetta getur allt breyst. Við þjóðfélagsþegnarnir getum haft ótrúleg áhrif á ríki og sveitarfélög með eftirspurn á heilsusamlegra líferni og hugsunarhætti.

Þess vegna gefst ég ekki upp á því að ota bæklingum, bókum, námskeiðum, síðum, mat og pælingum að mínum nánustu.
---
Og þess vegna ert þú, Solla, mjög dýrmætur hluti af þjóðfélaginu.

Með þakklætiskveðju,

María

11.22.2005

Með hvaða leiðum fara kemisk efni inn i likamann og hver er hættan?

Heimilis- og snyrtivörur sem innihalda kemísk efni geta komist á eftirfarandi hátt inn í líkamann:

- Í gegnum skinnið (þ.á.m. höfuðkúpuna)

- inn um munninn

- inn um nefið

- um augun

Kemísk efni geta komist í æðakerfið og innri líffæri, þ.á.m. lungu og heila.

Hjá ófrískum konum geta kemísk efni komist í legkökuna og haft áhrif á fósturþroskann. Hjá mjólkandi mæðrum geta kemísk efni komist í móðurmjólkina.

Kemísk lyktarefni eins og þrifefni (skúringarsápa, baðherbergis-, eldhús og alhliðahreinsiefni), heimilisúðar og salernissteinn er stysta leið fyrir eiturefnin að komast inn í heilann.

Eituráhrifin geta komið fram á einn eða fleiri af eftirfarandi háttum:

Höfuðverkur
Flökurleiki
svimi
hegðunareinkenni
pirringur
þreyta
kvef-einkenni
andlegir erfiðleikar
þunglyndi
minnistap

Rokgjarnar (eldfimar) lífrænar efnablöndur (Volatile organic compound) geta auðveldlega komist í blóðstreymið og heilann í gegnum innöndun og snertingu við skinnið. Þær hættulegustu hafa sterka lykt og finnast í vörum eins og naglalakki, naglalakkaeyði, lími, merkimiðum, olíulitum, leysiefnum, ilmvötnum og kertum sem gefa lykt, svo eitthvað sé nefnt. Þær geta einnig komið frá nýjum húsgögnum úr plasti, viði og samsettum efnum, teppum, byggingarefnum og harðplasti e.o tölvum, símum og sjónvarpi.

Úrdráttur úr bókinni:

Safer for your baby. A guide to living better with fewer chemicals. Eftir Lynn Tondat Ruggeri, Ph. D. og Laura Costa, Ph.D. 2005. Nánari upplýsingar á:

saferforyourbaby.com

Lynn er prófessor í University of Massachusetts, sérhæfð í physiological psychology með áherslu á heilastarfssemi og hegðun. Hún hefur einnig menntað sig í næringarfræði, heilsu og umhverfismengun, ADHD, vímuefni og ónæmiskerfið (immune system enhancement). Hún hefur gefið út bækur um margvísleg málefni, þ.á.m. krónísk sjúkdómseinkenni hjá börnum með ADHD.

Laura er sálfræðingur sérhæfð í umhverfisvísindum, lifnaðarháttum (sustainable living) og kvennafræðum.

Hlekkir að heilsusamlegri hreinsivörum:

Dr. Bronner´s

Earthly Friendly Cleaners


EnviroSafe Inc: Super C Pro (TM) non-toxic enzyme cleaner

Seventh Generation

Hlekkir að heilsusamlegri snyrtivörum:

Aubrey Organics

Badger

Beeswork

Dr. Bronner´s

Herbs for Kids

Weleda

NB Hér er ekki áróður í gangi til þess að yfirgefa nútímann og fara aftur í steinöld heldur einungis tilraun til að breiða út varkárni einstaklingsins (og helst þjóðar), frekari meðvitund um skaðsemi kemískra efna og hafa áhrif á að hann velji og hafni vörum af vandvirkni með heill eigin líkama og sál og sinna nánustu að leiðarljósi.

Hér kemur ÖNNUR áhugaverð síða um eiturefni í snyrtivörum. Ekki láta hana framhjá ykkur fara.

Lifið heil

11.19.2005

Ipswich

Ipswich er litid thorp i Massachussettes fylki, fyrir nordan Boston (u.th.b. klst akstur a hradbraut 95 og 93). Allt i kring eru smabaeir. Thar er baer ad nafni Salem sem er fraegur fyrir seidkarla sina og nornir. Til ad mynda er draugahusid med goflunum sjo (The house of seven gables) i sinni nutimamynd (safn).

Eg hef buid i rumlega 3 hundrud ara gomlu einbylishusi i Ipswich sidastlidnar tvaer vikur. Thad er ansi upprunalegt allt skakkt. Burdarveggirnir i stofunni visa ad midju nanast eins og spilaborg og loftid bungar orlitid nidur eins og thad eigi erfitt med ad bera thungann a haedunum fyrir ofan (i thessum toludum ordum er eg thar i nidadimmri stofunni sem hefur upprunalega eldavel med strompi og ollu tilheyrandi i henni midri). Husid er svo upprunalegt ad veggmalninginn er gisin eins og mosaik. Thad er tho huggun ad gista a annarri haedinni. Thad brakar og brestur i tima og otima a hinum og thessum stodum i husinu. Fyrstu dagana helt eg alltaf ad einhver vaeri heima thegar eg heyrdi thessi laeti, jafnvel dynki og hvelli, hurdaskell og alika hljod. Eg get rett imyndad mer ad margir hafa faedst i thessu stora thriggja haeda husi og margir hafa latist her.

Merkilegt hvernig husin eru samansett. Thau eru yfirleitt ekki a steyptum grunni heldur a plotum, eins og risastor snjosledi. Svo eru ploturnar sem eru limdar eda negldar utan a husin ur plastefni eins og dukkuhus. Morg eru risastorar villur en lita billega ut vegna plastaferdarinnar.

Margt framandi fyrirbaerid hefur borid a daga Mariu i hennar fyrstu ferd til Bandarikjanna.

to be continued...